top of page

Þórhallur sjálfur

 

Þórhallur Barðason er frá Kópaskeri. Hann kláraði 8. stig frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1999. Sama ár hóf hann einkanám í söng hjá Professor Helene Karusso í Vínarborg og gerðist gestanemandi við Tónlistarháskólann í sömu borg. Árin 2000 - 2002 hóf Þórhallur einkanám í óperusöng hjá Kammersänger Hugh Beresford ásamt gestanámi við Tónlistarháskólann. Haustið 2002 - 2011 starfaði hann við tónlistarskóla A-Hún. á Blönduósi sem söngkennari ásamt því að stjórna Samkórnum Björk. Snemmárs 2012 tók Þórhallur við stjórnun nýstofnaðs kórs: Karlakórs Sjómannaskólans og stjórnaði honum til 2014. Kórinn varð hlutskarpastur í Söngkeppni Framhaldsskólanna vorið 2012. Árin 2011 - 2013 stundaði Þórhallur söngkennara- og stjórnunarnám hjá Royal Schools of Music en sat á skólabekk í Söngskólanum í Reyjkjavík. Þórhallur er nú með gráðuna Licentiate of the Royal Schools of Music í söngkennslu og tónlistarstjórnun. Frá janúar 2015 hefur Þórhallur verið söngkennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja og stjórnar Karlakór Vestmannaeyja sem stofnaður var vorið 2015.

Um Þórhall

bottom of page