Fjöruborðið
Í blautum draumum mínum, djúpt í þanginu. Mjúkt hár þitt, eitt með sjávargróðanum. Og þú svarar blítt en hálfflissandi spurningum þarakattarins. Kúskeljar í perlufestum. Það elska þig allir. Allir stökkva á djúpið eftir þér og róa að því öllum árum að fanga þig í faðmi sínum, en þú ert liprari á sundinu. Og ég sem er ósyntur stend á öskrandi blístri í flæðarmálinu, af nötrandi þrá. Þú ert svo helvíti töff á baðfötunum; bobbingar í kúskeljum og perlufestum.