top of page

Fjöruborðið

  • Þórhallur Barðason
  • Aug 26, 2016
  • 1 min read

Í blautum draumum mínum, djúpt í þanginu. Mjúkt hár þitt, eitt með sjávargróðanum. Og þú svarar blítt en hálfflissandi spurningum þarakattarins. Kúskeljar í perlufestum. Það elska þig allir. Allir stökkva á djúpið eftir þér og róa að því öllum árum að fanga þig í faðmi sínum, en þú ert liprari á sundinu. Og ég sem er ósyntur stend á öskrandi blístri í flæðarmálinu, af nötrandi þrá. Þú ert svo helvíti töff á baðfötunum; bobbingar í kúskeljum og perlufestum.


 
 
 

Comentarios


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page