top of page

Snemma

Fagrir þjóhnappar þínir svífa yfir hnökróttu teppinu. Ég stend upp og gyrði bumbuna ofan í brókina og horfi á heiminn í gegnum fingraför mánans á rúðunni. Létt andvarp ískápsins í eldhúsinu læknar fáránleikann og hér erum við niðri við jörð á ný. Ég bíð upp á kaffi. Við sötrum seyðið og lítum undan hvort öðru af mikilli sannfæringu, önnum kafinn við að sótthreinsa sárin. Og þegar þú ferð, set ég upp gleraugun og sting mér í hákarlabúrið.


Featured Posts
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page